Tölum um
græna framtíð

Samorka hefur tekið saman átta lykilpunkta til að komast í græna framtíð.

1. Orkustefna verði leiðarljós til framtíðar

Orkustefna fyrir Ísland til ársins 2050, sem unnin var í þverpólitísku samstarfi,  leggur áherslu á orkuöryggi, orkuskipti, að lágmarka sóun, fullnýtingu auðlindastrauma og að hámarka verðmætasköpun, um leið og gætt er að náttúru og umhverfi. Með markvissum aðgerðum skal því takmarki náð að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust.

Orkustefna verði það leiðarljós í orkumálum sem henni er ætlað að vera. Til þess þurfa áætlanir og ákvarðanir stjórnmálanna að taka mið af henni.

Bæta þarf regluverk og gera lagabreytingar svo hægt sé
að framfylgja stefnunni.

Ráðast þarf markvisst í þær aðgerðir sem til þarf svo markmið orkustefnu verði að veruleika.

Orkustefna verði það leiðarljós í orkumálum sem henni er ætlað að vera. Til þess þurfa áætlanir og ákvarðanir stjórnmálanna að taka mið af henni.

Bæta þarf regluverk og gera lagabreytingar svo hægt sé
að framfylgja stefnunni.

Ráðast þarf markvisst í þær aðgerðir sem til þarf svo markmið orkustefnu verði að veruleika.

2. Græn orka = græn tækifæri

Eftirspurn eftir grænni orku og tæknilausnum fyrir orkuskipti eykst sífellt í heiminum. Þar er sóknarfæri fyrir Ísland til viðspyrnu og aukinnar hagsældar

Sala á sérþekkingu, nýjum tæknilausnum og grænni orku í græna verðmætasköpun býður upp á möguleika á stórauknum gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið.

Auking nýting grænnar orku, áhersla á hringrásarhagkerfið og nýsköpun býr til fjöldamörg, vel launuð störf um allt land
og styrkir samkeppnishæfni landsins.

Forystuhlutverk Íslands í nýtingu endurnýjanlegrar orku gefur samkeppnisforskot sem nauðsynlegt er að nýta og viðhalda.

Með því að skipta í græna orku á þeim sviðum samfélagsins sem enn nota jarðefnaeldsneyti verður Ísland sjálfbært í orkumálum. Í því felast tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki auk ávinnings í loftslagsmálum.

Stjórnvöld þurfa að búa þannig í haginn að hægt verði að grípa þau tækifæri sem byggja á hagnýtingu grænnar orku.

Sala á sérþekkingu, nýjum tæknilausnum og grænni orku í græna verðmætasköpun býður upp á möguleika á stórauknum gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið.

Auking nýting grænnar orku, áhersla á hringrásarhagkerfið og nýsköpun býr til fjöldamörg, vel launuð störf um allt land
og styrkir samkeppnishæfni landsins.

Forystuhlutverk Íslands í nýtingu endur-
nýjanlegrar orku gefur samkeppnisforskot sem nauðsynlegt er að nýta og viðhalda.

Með því að skipta í græna orku á þeim sviðum samfélagsins sem enn nota jarðefnaeldsneyti verður Ísland sjálfbært í orkumálum. Í því felast tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki auk ávinnings í loftslagsmálum.

Stjórnvöld þurfa að búa þannig í haginn
að hægt verði að grípa þau tækifæri sem byggja á hagnýtingu grænnar orku.

3. Treysta þarf orku- og veituinnviði um allt land

Sterkir innviðir með nægilegri afkastagetu þjóna íbúum og atvinnulífi um allt land og eru hornsteinn þjóðaröryggis og lífsgæða.

Aukin rafvæðing samfélagsins kallar á aukna græna orku og sterkara flutnings- og dreifikerfi um allt land.

Leysa þarf úr flöskuhálsum í flutningskerfi rafmagns sem takmarka atvinnuuppbyggingu og orkuöryggi.

Orku- og veituinnviðir eru lífæðar landsins. Loftslagsbreytingar koma
til með að reyna á áfallaþol þeirra.

Bæta þarf regluverk svo það styðji við nauðsynlega uppbyggingu og viðhald orku- og veituinnviða.

Aukin rafvæðing samfélagsins kallar á aukna græna orku og sterkara flutnings- og dreifikerfi um allt land.

Leysa þarf úr flöskuhálsum í flutningskerfi rafmagns sem takmarka atvinnu-
uppbyggingu og orkuöryggi.

Orku- og veituinnviðir eru lífæðar landsins. Loftslagsbreytingar koma
til með að reyna á áfallaþol þeirra.

Bæta þarf regluverk svo það styðji við nauðsynlega uppbyggingu og viðhald orku- og veituinnviða.

4. Uppfylla þarf orkuþörf til framtíðar

Öruggt aðgengi að rafmagni, heitu vatni, góðu drykkjarvatni og öflugri fráveitu er undirstaða samfélagsins.

Allir landsmenn eiga að búa við orkuöryggi. Þannig er það ekki í dag.

Þörf fyrir heitt vatn eykst stöðugt. Gera þarf áætlanir um bætta nýtingu jarðvarma og tryggja þarf aðgengi að jarðhitaauðlindum fyrir húshitun.

Markvisst er unnið að því að takmarka orkunýtingu á sífellt stærra landsvæði sem ríkt er af endurnýjanlegum orkulindum. Áður en frekari ákvarðanir um slíkar takmarkanir eru teknar er nauðsynlegt að því sé svarað hvaðan hreina orkan, sem uppfylla á þarfir samfélagsins nú og til framtíðar, eigi að koma.

Vindorka er sjálfsögð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag. Hún getur gegnt mikilvægu hlutverki í að uppfylla orkuþörf samfélagsins og til að stuðla áfram að samkeppnishæfu orkuverði á Íslandi.

Allir landsmenn eiga að búa við orkuöryggi. Þannig er það ekki í dag.

Þörf fyrir heitt vatn eykst stöðugt. Gera þarf áætlanir um bætta nýtingu jarðvarma og tryggja þarf aðgengi að jarðhitaauðlindum fyrir húshitun.

Markvisst er unnið að því að takmarka orkunýtingu á sífellt stærra landsvæði sem ríkt er af endurnýjanlegum orkulindum. Áður en frekari ákvarðanir um slíkar takmarkanir eru teknar er nauðsynlegt að því sé svarað hvaðan hreina orkan, sem uppfylla á þarfir samfélagsins nú og til framtíðar, eigi að koma.

Vindorka er sjálfsögð viðbót við þá endur-
nýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag. Hún getur gegnt mikilvægu hlutverki
í að uppfylla orkuþörf samfélagsins og
til að stuðla áfram að samkeppnishæfu orkuverði á Íslandi.

5. Vatnsvernd í fyrirrúmi

Hreint neysluvatn er einn af hornsteinum heilbrigðis og lífsgæða. Vatnið okkar er ein helsta auðlind landsins og aðgengi að því hér á landi er afar gott og gæði þess mikil.

Óvissu um rekstrargrundvöll vatnsveitna verði eytt og þeim heimiluð eðlileg arðsemi eigin fjár til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu.

Mikilvægi vatnsverndar og vatnsverndunarsvæða þarf að endurspeglast í allri löggjöf
og kröfum til byggingaraðila, Vegagerðarinnar og annarra sem umgangast þau.

Óvissu um rekstrargrundvöll vatnsveitna verði eytt og þeim heimiluð eðlileg arðsemi eigin fjár til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu.

Mikilvægi vatnsverndar og vatnsverndunarsvæða þarf að endurspeglast í allri löggjöf
og kröfum til byggingaraðila, Vegagerðarinnar og annarra sem umgangast þau.

6. Áframhaldandi uppbygging fráveitna

Góð fráveita er mikilvægt heilbrigðis- og umhverfismál. Í dag búa 88% landsmanna við skólphreinsun sem uppfyllir reglugerð um fráveitur og skólp. Það er forgangsmál að styðja við áframhaldandi uppbyggingu fráveitna.

Sveitarfélög um allt land nái að uppfylla núgildandi reglugerð um fráveitur og skólp.

Fráveituframkvæmdir eru íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór sveitarfélög og ríkisstyrkir vegna þeirra því mikilvægir.

Tryggja þarf árlegar fjárveitingar í samræmi við þau markmið sem koma fram í lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna.

Sveitarfélög um allt land nái að uppfylla núgildandi reglugerð um fráveitur og skólp.

Fráveituframkvæmdir eru íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór sveitarfélög og ríkisstyrkir vegna þeirra því mikilvægir.

Tryggja þarf árlegar fjárveitingar í samræmi við þau markmið sem koma fram í lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna.

7. Græn orka í stað jarðefnaeldsneytis

Orkuskipti í samgöngum eru stærsta tækifærið til að minnka útblástur verulega svo standast megi skuldbindingar í loftslagsmálum. Um leið eru þau dauðafæri til að verða 100% sjálfbær í orkuþörf samfélagsins.

Að hætta notkun jarðefnaeldsneytis krefst grænnar orku í staðinn.

Orkuskiptin skapa fjölmörg tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki auk þess sem ávinningur í loftslagsmálum er mikill.

Greina þarf hvernig hraða megi orkuskiptum í samgöngum, meðal annars með skilvirkara laga- og regluverki.

Stuðla þarf að innviðauppbyggingu fyrir orkuskipti um allt land.

Að mati sérfræðinga þarf um 300 MW af grænni orku í stað jarðefnaeldsneytis til þess að uppfylla núverandi loftslagsmarkmið stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum á landi fyrir árið 2030. Full orkuskipti í samgöngum innanlands á landi, lofti og á sjó þurfi um 1200 MW. Til að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi í millilandasamgöngum þarf enn meira til.

Að hætta notkun jarðefnaeldsneytis krefst grænnar orku í staðinn.

Orkuskiptin skapa fjölmörg tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki auk þess sem ávinningur í loftslagsmálum er mikill.

Greina þarf hvernig hraða megi orkuskiptum í samgöngum, meðal annars með skilvirkara laga- og regluverki.

Stuðla þarf að innviðauppbyggingu fyrir orkuskipti um allt land.

Að mati sérfræðinga þarf um 300 MW 
af grænni orku í stað jarðefnaeldsneytis 
til þess að uppfylla núverandi loftslagsmarkmið stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum á landi fyrir árið 2030. 
Full orkuskipti í samgöngum innanlands 
á landi, lofti og á sjó þurfi um 1200 MW. 
Til að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi í millilandasamgöngum þarf enn meira til.

8. Skýrt og skilvirkt regluverk

Góð lagaumgjörð er forsenda þess að orku- og veitufyrirtæki landsins geti sinnt þeirri grunnþjónustu sem samfélagið allt byggir á. Hún er einnig forsenda þess að ná markmiðum orkustefnu um jarðefnaeldsneytislaust Ísland fyrir árið 2050.

Bæta þarf núverandi regluverk sem er bæði þungt í vöfum og óþarflega flókið. Samkvæmt orkustefnu á leyfisferli og regluverk að vera gegnsætt, einfalt og skilvirkt og ekki lengra eða tímafrekara en best gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Í ljósi þeirra alvarlegu ágalla sem eru á framkvæmd rammaáætlunar leggur Samorka til að fram komi nýtt, skilvirkt fyrirkomulag sem leiði til þess að ákvarðanir um nýtingu eða vernd orkuauðlinda séu teknar með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.

Setja þarf regluverk um vindorku sem liðkar fyrir hagnýtingu vinds í þágu samfélagsins um leið og það horfir til umhverfisins. Fyrri frumvörp gerðu það ekki.

Bæta þarf núverandi regluverk sem er bæði þungt í vöfum og óþarflega flókið. Samkvæmt orkustefnu á leyfisferli og regluverk að vera gegnsætt, einfalt og skilvirkt og ekki lengra eða tímafrekara en best gerist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Í ljósi þeirra alvarlegu ágalla sem eru
á framkvæmd rammaáætlunar leggur Samorka til að fram komi nýtt, skilvirkt fyrirkomulag sem leiði til þess að ákvarðanir um nýtingu eða vernd orkuauðlinda séu teknar með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.

Setja þarf regluverk um vindorku sem liðkar fyrir hagnýtingu vinds í þágu samfélagsins um leið og það horfir til umhverfisins. Fyrri frumvörp gerðu það ekki.

Ert þú að hugsa um framtíðina?

Við vinnum með 100% endurnýjanlega orku og vinnum metnaðarfullt starf í þágu loftslagsins með stöðugri nýsköpun og þróun.

Horfa á myndband
Fyrir loftslagið

Sjáðu hvernig orku- og veitugeirinn leggur sitt af mörkum.

Hvernig eru kjörin?

Laun í orku- og veitugeiranum eru há samanborið við aðrar atvinnugreinar. Menntunarstig er hátt og starfsánægja mikil. Lögð er áhersla á jafnrétti, öryggi starfsfólks og tækifæri til að þróast í starfi.

Hærri meðallaun

Meðal launi orku og veitugeiranum eru hærri meðallaun á almennum vinnumarkaði.

0
%

Færri vinnustundir

Starfsmenn vinna að meðaltali færri vinnustundir á viku.

0
%

Ára meðal starfsævi

Starfsmenn vilja greinilega hvergi annnarstaðar vera.

0

Meðal-
starfsaldur

Starfsaldur er hærri en hjá almenna vinnumarkaðnum, sem er 7,3 ár. Það bendir til starfsánægju og starfsöryggis.

0
ár

Vinnuafls eru konur

Við ætlum að jafna kynjahlutfallið. Hlutfall kvenna fer síhækkandi.

0
%

Starfsfólk 39 ára og yngri

Við bjóðum upp á fjölbreytta samsetningu starfsfólks. Rúmlega þriðjungur er undir fertugu.

0
%

Hvernig er bransinn?

En hvernig er að vinna í orku- og veitugeiranum? Það er langbest að spyrja fólkið sem heldur uppi grunnstoðum samfélagsins.

Menntun fyrir þína framtíð

Störfin í orku- og veitugeiranum eru fjölbreytt og kröfurnar eru það sömuleiðis. Kynntu þér hvaða skólar bjóða upp á nám sem opnar á spennandi starfsframa með okkur.